„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 12:41 Birgir Jónsson forstjóri Play. Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53