Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 11:59 Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb? skjáskot/A24 Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14