Bið, end(ómetríósu)alaus bið Heiða Ingimarsdóttir skrifar 28. júlí 2021 13:31 Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar