Vill upplýsingar beint af kúnni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 15:23 Helga Vala er formaður velferðarnefndar, sem kemur saman í næstu viku ef allt gengur eftir. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. „Þetta snýst bara um að við fáum bestu mögulegu upplýsingarnar um stöðuna í faraldrinum. Og eigum þetta milliliðalausa samtal og getum spurt viðeigandi sérfræðinga þeirra spurninga sem okkur finnst skipta máli,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Hingað til hafi nefndarmenn eingöngu aðgang að helstu upplýsingum um gang mála í gegnum fjölmiðla eins og aðrir. Vita hvernig landið liggur eftir helgi Til að fundurinn fari fram verða allir nefndarmenn að samþykkja það. Helga segist enn bíða svara frá nokkrum nefndarmönnum en hinir sem hafi svarað fundarboðinu hafi tekið vel í það. Hún hefur ekki áhyggjur af að einhver sé mótfallinn því að fundurinn fari fram. Fundurinn yrði fjarfundur og haldinn eftir helgi, stefnan er sett á miðvikudaginn eftir viku. „Svo verður mögulega komin önnur staða eftir helgi. Þá vitum við betur hvernig landið liggur, hvernig heilbrigðiskerfið þoli þetta og svona. Við erum bara að sinna okkar skyldum,“ segir Helga Vala. Spurð hvað það sé sem brenni á nefndarmönnum að fá að vita segir hún það ekkert eitt ákveðið. En það sé mikilvægt að þingmenn í nefnd sem hefur heilbrigðismál á sinni könnu geti átt beint samtal við sérfræðinga um stöðuna. „Við fáum engar aðrar upplýsingar en bara það sem kemur fram á upplýsingafundum og í fjölmiðlum. Við þurfum að fá þessar upplýsingar líka beint og geta þá spurt þeirra spurninga sem að kvikna hjá okkur.“ Helga býst við að kalla sóttvarnalækni á fundinn auk landlæknis, yfirlæknis smitsjukdómadeildar Landspítala og fleiri sérfræðinga. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Þetta snýst bara um að við fáum bestu mögulegu upplýsingarnar um stöðuna í faraldrinum. Og eigum þetta milliliðalausa samtal og getum spurt viðeigandi sérfræðinga þeirra spurninga sem okkur finnst skipta máli,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Hingað til hafi nefndarmenn eingöngu aðgang að helstu upplýsingum um gang mála í gegnum fjölmiðla eins og aðrir. Vita hvernig landið liggur eftir helgi Til að fundurinn fari fram verða allir nefndarmenn að samþykkja það. Helga segist enn bíða svara frá nokkrum nefndarmönnum en hinir sem hafi svarað fundarboðinu hafi tekið vel í það. Hún hefur ekki áhyggjur af að einhver sé mótfallinn því að fundurinn fari fram. Fundurinn yrði fjarfundur og haldinn eftir helgi, stefnan er sett á miðvikudaginn eftir viku. „Svo verður mögulega komin önnur staða eftir helgi. Þá vitum við betur hvernig landið liggur, hvernig heilbrigðiskerfið þoli þetta og svona. Við erum bara að sinna okkar skyldum,“ segir Helga Vala. Spurð hvað það sé sem brenni á nefndarmönnum að fá að vita segir hún það ekkert eitt ákveðið. En það sé mikilvægt að þingmenn í nefnd sem hefur heilbrigðismál á sinni könnu geti átt beint samtal við sérfræðinga um stöðuna. „Við fáum engar aðrar upplýsingar en bara það sem kemur fram á upplýsingafundum og í fjölmiðlum. Við þurfum að fá þessar upplýsingar líka beint og geta þá spurt þeirra spurninga sem að kvikna hjá okkur.“ Helga býst við að kalla sóttvarnalækni á fundinn auk landlæknis, yfirlæknis smitsjukdómadeildar Landspítala og fleiri sérfræðinga.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira