Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Höskuldur segir Blika hafa trú á verkefninu gegn Austria Wien á morgun. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira