Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 11:50 Fylgi flokkana eftir kynjum, samkvæmt könnun Maskínu. vísir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira