Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 11:50 Fylgi flokkana eftir kynjum, samkvæmt könnun Maskínu. vísir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira