Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 20:00 Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31