Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46