Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 12:27 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31