Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:30 Amanda Knox hefur sakað Matt Damon og Tom McCarthy um að vilja græða peninga á lífi hennar. Getty/ Emanuele Cremaschi Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths. Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths.
Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira