Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 13:30 Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira
Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira