Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 16:51 Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. AP/John Locher Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna. Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls. Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls.
Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira