Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 12:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48