Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 21:28 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er nokkuð bjartsýnn fyrir seinni leik liðanna. Vísir/Hafliði Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira