Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 09:52 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira