Messi sagður skrifa undir í París á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 12:01 Messi og Neymar verða samherjar á ný. Wagner Meier/Getty Images Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira
Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira