Enski boltinn

Stuðnings­fólk Totten­ham klappaði Saka lof í lófa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Saka fékk hlýlegar móttökur á Tottenham Hotspur-vellinum um helgina.
Saka fékk hlýlegar móttökur á Tottenham Hotspur-vellinum um helgina. Getty Images

Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik.

Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti.

Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. 

Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun.

Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

„Hatrið mun aldrei sigra“

Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra.

Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Buka­yo

Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins.

Biðst afsökunar á vítinu

Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×