Misstu fyrst Messi og svo Aguero þar til í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Sergio „Kun“ Aguero byrjar tímabilið á meiðslalistanum. EPA-EFE/Alejandro Garcia Aðeins nokkrum dögum eftir að Barcelona tilkynnti að Lionel Messi yrði ekki lengur hjá félaginu þá kom annað áfall. Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó