Luka skrifaði undir risasamning og verður áfram hjá Mavericks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 09:30 Luka verður áfram í Dallas. AP Photo/Marcio Jose Sanchez Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Er samningurinn til fimm ára og skilar Luka 207 milljónum Bandaríkjadala í laun eða um 26 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira