Betur sjá augu en auga Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sigurður Páll Jónsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar