Viðvörunarbjöllur hringja Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:30 Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun