Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 09:45 Lionel Messi við hlið forseta PSG, Nasser Al-Al-Khelaifi á blaðamannafundi í París í morgun. AP/Francois Mori Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. „Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
„Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira