Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:52 Kristján segir leiðinlegt að hindranir séu í vegi fyrir rafbílavæðingunni sem enginn græði á. Vísir Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. „Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins. Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins.
Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira