Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 18:31 Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. sigurjón ólason Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. „Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira