Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Lionel Messi ásamt Kataranum Nasser Al-Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg félög í Evrópu og víðar hafa haldið sig til hlés í félagsskiptaglugganum í sumar eða reynt að fá leikmenn ódýrt, enda mörg hver illa sett fjárhagslega vegna áhrifa faraldursins síðustu misseri. Barcelona er ef til vill þekktasta dæmið, enda risastór klúbbur á heimsvísu sem missti frá sér stjörnuna Lionel Messi og getur ekki einu sinni skráð nýja leikmenn, sem allir fengust frítt, í leikmannahóp sinn í spænsku úrvalsdeildinni vegna bágrar fjárhagsstöðu. Paris Saint-Germain, sem er með einn dýrasta leikmannahóp Evrópu, bætti verulega við launapakka sinn með því að fá Gianluigi Donnarumma, Georginio Wijnaldum og Sergio Ramos frítt til félagsins, auk þess að kaupa Achraf Hakimi á 60 milljónir evra. Það virtist þó enn vera nóg til. Liðið var ekki lengi að ganga frá samningi við Messi eftir brottför hans frá Katalóníu, en hann er talinn fá um 500 þúsund evrur vikulega frá franska félaginu. Samtímis átti Manchester City ekki í tölulegum vandræðum með að punga út 100 milljónum punda, hæstu fjárhæð sem enskt félagslið hefur nokkurn tíma borgað fyrir leikmann, til að klófesta Jack Grealish frá Aston Villa. Þá hefur ekki verið útilokað að City eyði um 150 milljónum punda til viðbótar til að fá Harry Kane til félagsins frá Tottenham Hotspur. Þessi kaup eiga sér stað þrátt fyrir reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP) sem segja til um að félög megi ekki eyða peningum í leikmannakaup og laun umfram tekjur þess. En hvernig má þetta vera? Félög í ríkiseigu Manchester City og Paris Saint-Germain eru bæði í eigu aðila frá Miðausturlöndum og eru styrkt af sitthvoru ríkinu á svæðinu. PSG er í eigu Qatar Sports Investments, sem er fjármagnað af ríkissjóði Katar, og eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, er í konungsfjölskyldu og ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bæði ríki státa af digrum olíusjóðum og hafa félögin tvö verið sökuð af blaðamönnum og mannréttindasamtökunum Amnesty International, um að nýta sér félögin til að bæta ímynd ríkjanna. Í því samhengi er talað um að hvítþvo, eða íþróttaþvo (e. sports-wash), mannréttindabrot í ríkjunum. Fræðimönnum í stjórnmálafræði og íþróttasiðfræði er þá tíðrætt um að ríkin noti þessi félög ekki einungis vegna hvítþvottar, heldur sé það hluti af utanríkisstefnu ríkjanna er þau sækjast eftir mjúku valdi (e. soft power). Manchester City hefur þegar verið sakað og dæmt fyrir að fara vísvitandi framhjá reglum UEFA með mörgum krókaleiðum, þar sem peningar frá furstadæmunum voru dulbúnir sem greiðslur frá styrktaraðilum. UEFA dæmdi City í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot sín á síðasta ári en Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim dómi við. Fregnir fyrr í sumar herma að enska úrvalsdeildin sé enn með City til rannsóknar vegna þessa. Pólitík og valdabarátta Í samtali við iNews segir Simon Chadwick, prófessor við Emylon Business School í Bretlandi, ríkin tvö vera í keppni hvort við annað og peningar séu þar engin fyrirstaða. „Sem stendur virðist evrópskur fótbolti einkennast af tvíhggju milli Manchester City og PSG sem eru bæði gera allt til að vinna Meistaradeildina,“ segir Chadwick. Hvorugu liðinu hefur tekist að vinna stærsta titil Evrópu en City tapaði í úrslitum í ár á meðan PSG tapaði í fyrra. „Þetta hefur leitt til þess að bæði lið hafa aukið sókn sína að titlinum þar sem peningar eru engin fyrirstaða, þar sem City keypti Grealish (og mögulega Kane), og PSG keypti Messi, sem fer í hóp með nokkrum öðrum nýjum leikmönnum hjá franska félaginu,“ Þá segir Chadwick ríginn milli ríkjanna hafa mikið að segja. „Þar sem Katar leggur væntanlega allt kapp á að vinna Meistaradeildina sama ár og ríkið heldur HM [á næsta ári, 2022], er nokkuð ljóst að þeir frá Abú Dhabí séu ákveðnir í því að skemma partýið og grafa undan forskoti erkifjenda sinna, sérstaklega í ljósi fjandsamlegrar afstöðu ríksins gagnvart Katar,“ „Því er Grealish ekki bara stjörnuleikmaður, hann er enn eitt peðið í alþjóðapólitík, valdabaráttu og keppninni um jákvæða umfjöllun árið 2022,“ segir Chadwick. Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira
Fjölmörg félög í Evrópu og víðar hafa haldið sig til hlés í félagsskiptaglugganum í sumar eða reynt að fá leikmenn ódýrt, enda mörg hver illa sett fjárhagslega vegna áhrifa faraldursins síðustu misseri. Barcelona er ef til vill þekktasta dæmið, enda risastór klúbbur á heimsvísu sem missti frá sér stjörnuna Lionel Messi og getur ekki einu sinni skráð nýja leikmenn, sem allir fengust frítt, í leikmannahóp sinn í spænsku úrvalsdeildinni vegna bágrar fjárhagsstöðu. Paris Saint-Germain, sem er með einn dýrasta leikmannahóp Evrópu, bætti verulega við launapakka sinn með því að fá Gianluigi Donnarumma, Georginio Wijnaldum og Sergio Ramos frítt til félagsins, auk þess að kaupa Achraf Hakimi á 60 milljónir evra. Það virtist þó enn vera nóg til. Liðið var ekki lengi að ganga frá samningi við Messi eftir brottför hans frá Katalóníu, en hann er talinn fá um 500 þúsund evrur vikulega frá franska félaginu. Samtímis átti Manchester City ekki í tölulegum vandræðum með að punga út 100 milljónum punda, hæstu fjárhæð sem enskt félagslið hefur nokkurn tíma borgað fyrir leikmann, til að klófesta Jack Grealish frá Aston Villa. Þá hefur ekki verið útilokað að City eyði um 150 milljónum punda til viðbótar til að fá Harry Kane til félagsins frá Tottenham Hotspur. Þessi kaup eiga sér stað þrátt fyrir reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP) sem segja til um að félög megi ekki eyða peningum í leikmannakaup og laun umfram tekjur þess. En hvernig má þetta vera? Félög í ríkiseigu Manchester City og Paris Saint-Germain eru bæði í eigu aðila frá Miðausturlöndum og eru styrkt af sitthvoru ríkinu á svæðinu. PSG er í eigu Qatar Sports Investments, sem er fjármagnað af ríkissjóði Katar, og eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, er í konungsfjölskyldu og ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bæði ríki státa af digrum olíusjóðum og hafa félögin tvö verið sökuð af blaðamönnum og mannréttindasamtökunum Amnesty International, um að nýta sér félögin til að bæta ímynd ríkjanna. Í því samhengi er talað um að hvítþvo, eða íþróttaþvo (e. sports-wash), mannréttindabrot í ríkjunum. Fræðimönnum í stjórnmálafræði og íþróttasiðfræði er þá tíðrætt um að ríkin noti þessi félög ekki einungis vegna hvítþvottar, heldur sé það hluti af utanríkisstefnu ríkjanna er þau sækjast eftir mjúku valdi (e. soft power). Manchester City hefur þegar verið sakað og dæmt fyrir að fara vísvitandi framhjá reglum UEFA með mörgum krókaleiðum, þar sem peningar frá furstadæmunum voru dulbúnir sem greiðslur frá styrktaraðilum. UEFA dæmdi City í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot sín á síðasta ári en Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim dómi við. Fregnir fyrr í sumar herma að enska úrvalsdeildin sé enn með City til rannsóknar vegna þessa. Pólitík og valdabarátta Í samtali við iNews segir Simon Chadwick, prófessor við Emylon Business School í Bretlandi, ríkin tvö vera í keppni hvort við annað og peningar séu þar engin fyrirstaða. „Sem stendur virðist evrópskur fótbolti einkennast af tvíhggju milli Manchester City og PSG sem eru bæði gera allt til að vinna Meistaradeildina,“ segir Chadwick. Hvorugu liðinu hefur tekist að vinna stærsta titil Evrópu en City tapaði í úrslitum í ár á meðan PSG tapaði í fyrra. „Þetta hefur leitt til þess að bæði lið hafa aukið sókn sína að titlinum þar sem peningar eru engin fyrirstaða, þar sem City keypti Grealish (og mögulega Kane), og PSG keypti Messi, sem fer í hóp með nokkrum öðrum nýjum leikmönnum hjá franska félaginu,“ Þá segir Chadwick ríginn milli ríkjanna hafa mikið að segja. „Þar sem Katar leggur væntanlega allt kapp á að vinna Meistaradeildina sama ár og ríkið heldur HM [á næsta ári, 2022], er nokkuð ljóst að þeir frá Abú Dhabí séu ákveðnir í því að skemma partýið og grafa undan forskoti erkifjenda sinna, sérstaklega í ljósi fjandsamlegrar afstöðu ríksins gagnvart Katar,“ „Því er Grealish ekki bara stjörnuleikmaður, hann er enn eitt peðið í alþjóðapólitík, valdabaráttu og keppninni um jákvæða umfjöllun árið 2022,“ segir Chadwick.
Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira