Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 10:42 14,3 prósent nýrra íbúða seldust á yfirverði í júní. Vísir/Vilhelm Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira