Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:33 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði dæmi um að fólk kæmi beint „af götunni“ inn á gjörgæslu. Lögreglan Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira