Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:33 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði dæmi um að fólk kæmi beint „af götunni“ inn á gjörgæslu. Lögreglan Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira