Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:00 Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að þau tæplega sextíu skip sem von er á í ár hafi breytt stöðu Ísafjarðarhafnar mikið frá því í fyrra. Vísir Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira