Frítt fyrir börnin Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar