Markalaust var eftir fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 57. mínútu sen Edgar Ie kom Trabzonspor yfir.
Björn Bergmann kom inn á sem varamaður á 86. mínútu og hann átti svo sannarlega eftir að hafa áhrif á leikinn. Á sjöundu mínútu uppbótartíma jafnaði Björn Bergmann metin og tryggði Molde framlenginu þar sem að fyrri leikur liðana endaði 3-3.
Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.
Björn tók þriðju spyrnu Molde og skoraði úr henni. Hinsvegar klikkuðu tveir samherjar hans á sínum spyrnum. Trabzonspor skoruðu úr fjórum af sínum fimm spyrnum og það voru því Tyrkirnir sem fögnuðu sigri, en Björn Bergmann og samherjar hans sitja eftir með sárt ennið.