Einar Jónsson segir að Olís deildin hafi ekki verið jafn sterk í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2021 19:16 Einar Jónsson gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013, en hann mun stýra liðinu á komandi leiktíð. Mynd/Skjáskot Einar Jónsson mun stýra Fram í Olís deild karla á komandi tímabili. Hann tekur við keflinu af Sebastan Alexandersyni, en Einar gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013. „Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira