Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. ágúst 2021 19:01 Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun