Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 15:32 Að minnsta kosti þrjú hundruð börn sitja nú heima í sóttkví eftir vikuna. Vísir/Vilhelm Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira