Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Guttormur Þorsteinsson skrifar 16. ágúst 2021 12:01 Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Afganistan NATO Utanríkismál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun