Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 11:08 Seinna tilfellið greindist við skimun vistmanna og starfsmanna. Vernd Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39