Spítalinn í viðræðum við erlendar starfsmannaleigur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 12:00 Ólafur G. Skúlason er forstöðumaður skurðdeilda og gjörgæslu á Landspítala. Viðræður standa nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Þetta segir forstöðumaður á spítalanum sem fagnar samningi heilbrigðisráðherra og einkarekinna læknamiðstöðva en segir aðgerðina ekki duga til. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Sjá meira