Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Tæplega fjögur hundruð nemendur eru í Giljaskóla sem er fyrir nemendur í íbúðabyggðinni í Giljahverfi. Giljaskóli Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“ Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“
Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira