Gefum heilbrigðisþjónustunni tækifæri Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun