Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Kunnugleg andlit prýða listann nú líkt og síðustu ár. Samsett Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fylgir á eftir Davíð með 3,87 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur. Starfsmenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, eru fyrirferðamiklir í efstu sætum listans en í því þriðja og fjórða koma Haraldur Johannessen, annar ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs, með 3,24 milljónir og Logi Bergmann Eiðsson, þáttastjórnandi á K100 og Sjónvarpi Símans, með 2,45 milljónir á mánuði. Næstur er Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar sem rekur meðal annars Stöð 2 og Vísi, með 2,17 milljónir en fast á hæla hans kemur Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, með 1,91 milljón króna á mánuði. Lítil hreyfing hefur verið á toppi listans en í síðasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út árið 2019 fylltu sömu fjölmiðlamenn efstu fjögur sætin. Líkt og þá eru karlmenn nú mun fyrirferðameiri í fyrri hluta listans. Tólf með yfir milljón í Efstaleiti Athygli vekur að tólf starfsmenn RÚV eru með yfir milljón á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu en á eftir Boga kemur Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, með 1,43 milljónir króna. Þá var Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri með 1,39 milljónir í mánaðartekjur í fyrra og Egill Helgason dagskrárgerðarmaður með 1,26 milljónir. Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður, Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri nýmiðla og Rásar 2, Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður, Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri og Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður voru með á bilinu 1,05 til 1,25 milljónir í áætlaðar mánaðartekjur í fyrra. Tekjuhæsta fjölmiðlafólkið í Tekjublaði Frjálsrar verslunar Davíð Oddsson, ritstj. Morgunblaðsins – 5.469 þúsund Björn Ingi Hrafnsson, ritstj. Viljans – 3.868 þúsund Haraldur Johannessen, framkvæmdastj. Árvakurs - 3.238 þúsund Logi Bergmann Eiðsson – fréttamaður hjá Árvakri – 2.446 þúsund Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastj. miðla Sýnar – 2.172 þúsund Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV – 1.914 þúsund Jóhanna Helga Viðarsdóttir, fyrrv. framkvæmdastj. Torgs – 1.836 þúsund Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður - 1.714 þúsund Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður – 1.503 þúsund Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrv. vefritstj. Fréttablaðsins – 1.474 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Fjölmiðlar Tekjur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fylgir á eftir Davíð með 3,87 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur. Starfsmenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, eru fyrirferðamiklir í efstu sætum listans en í því þriðja og fjórða koma Haraldur Johannessen, annar ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs, með 3,24 milljónir og Logi Bergmann Eiðsson, þáttastjórnandi á K100 og Sjónvarpi Símans, með 2,45 milljónir á mánuði. Næstur er Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar sem rekur meðal annars Stöð 2 og Vísi, með 2,17 milljónir en fast á hæla hans kemur Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, með 1,91 milljón króna á mánuði. Lítil hreyfing hefur verið á toppi listans en í síðasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út árið 2019 fylltu sömu fjölmiðlamenn efstu fjögur sætin. Líkt og þá eru karlmenn nú mun fyrirferðameiri í fyrri hluta listans. Tólf með yfir milljón í Efstaleiti Athygli vekur að tólf starfsmenn RÚV eru með yfir milljón á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu en á eftir Boga kemur Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, með 1,43 milljónir króna. Þá var Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri með 1,39 milljónir í mánaðartekjur í fyrra og Egill Helgason dagskrárgerðarmaður með 1,26 milljónir. Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður, Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri nýmiðla og Rásar 2, Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður, Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri og Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður voru með á bilinu 1,05 til 1,25 milljónir í áætlaðar mánaðartekjur í fyrra. Tekjuhæsta fjölmiðlafólkið í Tekjublaði Frjálsrar verslunar Davíð Oddsson, ritstj. Morgunblaðsins – 5.469 þúsund Björn Ingi Hrafnsson, ritstj. Viljans – 3.868 þúsund Haraldur Johannessen, framkvæmdastj. Árvakurs - 3.238 þúsund Logi Bergmann Eiðsson – fréttamaður hjá Árvakri – 2.446 þúsund Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastj. miðla Sýnar – 2.172 þúsund Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV – 1.914 þúsund Jóhanna Helga Viðarsdóttir, fyrrv. framkvæmdastj. Torgs – 1.836 þúsund Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður - 1.714 þúsund Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður – 1.503 þúsund Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrv. vefritstj. Fréttablaðsins – 1.474 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Fjölmiðlar Tekjur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02