Sagði R. Kelly vera rándýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:58 R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin í dag teiknaði hann. AP Photo/Elizabeth Williams Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55