Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2021 11:00 Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun