Setjum foreldrastarf á oddinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 08:00 Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun