Fótbolti

Hólmar Örn og félagar þurfa sigur á heimavelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmar Örn í baráttu við Steven Lennon þegar að Rosenborg og FH mættust fyrr í sumar.
Hólmar Örn í baráttu við Steven Lennon þegar að Rosenborg og FH mættust fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg þurfa á sigri að halda þegar að liðið tekur á móti franska liðinu Rennes í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í kvöld.

Naif Aguerd kom Frökkunum yfir eftir aðeins 15 mínútna leik, og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Sehrou Guirassy kom Rennes í 2-0 þegar fimm mínútur voru til leiksloka, og það reyndust lokatölur leiksins. 

Hólmar Örn og félagar þurfa því að snúa taflinu við í seinni viðureign liðanna sem fram fer að viku liðinni, en sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er í húfi.

Þá mættust einnig hollenska liðið Feyenoord og Elfsborg frá Svíþjóð. Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Gudjohnsen sátu báðir allan tíman á varamannabekk Elfsborg þegar að liðið tapaði 5-0. Það er því óhætt að segja að möguleikar Svíanna séu litlir fyrir seinni leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×