Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 23:01 Anderson er í vandræðum. Etsuo Hara/Getty Images Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur. Enski boltinn Brasilía Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur.
Enski boltinn Brasilía Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira