Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:31 Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun