Verkalýðurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. ágúst 2021 18:30 Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun