Verkalýðurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. ágúst 2021 18:30 Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun