Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Viðbragða íslenskra stjórnvalda við stöðunni í Afganistan er að vænta á morgun, þegar ríkisstjórnin fjallar um tillögur flóttamannanefndar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. „Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“ Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira