Stúkan verður tóm næstu fjóra leiki og maður handtekinn vegna óláta áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:00 Frá leiknum á laugardag. John Berry/Getty Images Yfirvöld í Nice í Frakklandi hafa tekið þá ákvörðun að loka stúkunni á Allianz Riviera-vellinum, þaðan sem flösku var kastað í Dimitri Payet í leik Nice og Marseille, verði lokað í fjóra leiki. Þá hefur maður verið handtekinn vegna atviksins. Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira