Stúkan verður tóm næstu fjóra leiki og maður handtekinn vegna óláta áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:00 Frá leiknum á laugardag. John Berry/Getty Images Yfirvöld í Nice í Frakklandi hafa tekið þá ákvörðun að loka stúkunni á Allianz Riviera-vellinum, þaðan sem flösku var kastað í Dimitri Payet í leik Nice og Marseille, verði lokað í fjóra leiki. Þá hefur maður verið handtekinn vegna atviksins. Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira