Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 11:13 Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín HÍ/Kristinn Ingvarsson Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá. Vistaskipti Háskólar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá.
Vistaskipti Háskólar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira