Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Inga Sæland segir að sambúð flokksins og kirkjunnar hafi verið afar góð. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira